Einfalt að elda

Galdraðu fram holla og ljúffenga máltíð á 20-30 mínútum. Allt hráefni er glænýtt og ferskt, niðurskorið og tilbúið til eldunar. Það eina sem þú þarft að gera er að skella því á pönnuna, í pottinn eða ofninn.

Bonus Hagkaup
Meira svona alla daga

Matur fyrir tvo í hverjum kassa

 • Ketó ungnautabuff með blómkálsmús, spergilkáli og bernaise sósu

  Pakkinn inniheldur

  • Ungnauta hakkabuff 2x180g

   100% ferskt, íslenskt ungnautakjöt. Fituinnihald 16-20%. Hlutfall kollagens af kjötpróteini er minna en 2%.
  • Blómkálsmús 300g

   Blómkál (76%), RJÓMI, umbreytt maíssterkja, salt, hvítlaukur.
  • Spergilkál 300g

   Uppruni - Holland
  • Bernaise sósa 100g

   Repjuolía, gerilsneyddar EGGJARAUÐUR, vatn, edik, nautaextract, krydd, kryddjurtir, salt, laukduft, SOYAPRÓTEIN, umbreytt kartöflusterkja, litarefni (E160a), bragðefni, bindiefni (E415).

  Næringagildi

  Næringargildi í 100g

  Orka 725 kJ - 175 kkal

  Fita 15 g

  þar af mettuð 3,9 g

  Kolvetni 1,0 g

  þar af sykurteg. 2,7 g

  Trefjar 0,4 g

  Prótein 8,7 g

  Salt 0,3 g

  Eldunarleiðbeiningar

  Ungnautabuff

  Hitið 2 msk. af matarolíu á pönnu og steikið kjötið í 3 mín. á hvorri hlið. Gott er að bæta smjörklípu út á pönnuna (má sleppa).

  Setjið buffin inn í 180°C heitan ofn og bakið í 15 mín. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

  Blómkálsmús

  Setjið blómkálsmúsina í eldfast mót og setjið inn í ofninn með ungnautabuffinu.

  Einnig má hita blómkálsmúsina í örbylgjuofni í u.þ.b. 3 mín.

  Spergilkál

  Setjið spergilkálið út í sjóðandi vatn og sjóðið við vægan hita í 3- 4 mín. Gott er að setja 1 tsk. af grófu salti út í vatnið áður.

  Berið fram með kaldri bernaissósu.

 • Lambapottréttur í karrý-kókos með fersku grænmeti og basmati hrísgrjónum

  Pakkinn inniheldur

  • Marineraðir lambalærisvöðvar 380 g

   Lambakjöt (80%), kryddlögur [repjuolía, sólblómaolía, pálmafeiti, salt, maltódextrín, UNDANRENNUDUFT, HVEITI, GLÚTEIN, chili, kóríander, karrý, kókosmjöl, hvítlauksduft, krydd].
  • Ferskt grænmeti 300 g

   Gulrætur, blaðlaukur, sveppir.
  • Basmati hrísgrjón 200 g

  • Kókosmjólk 160ml

   Kókosmjólk (44%), vatn, bindiefni (E412), ýruefni (E435), þykkingarefni (E466).

  Næringagildi

  Næringargildi í 100 g:

  Orka 360 kJ - 85 kkal

  Fita 1,2 g

  þar af mettuð 0,3 g

  Kolvetni 12 g

  þar af sykurteg. 2,3 g

  Trefjar 2,4 g

  Prótein 7,2 g

  Salt 0,05 g

  Eldunarleiðbeiningar

  Lambakjöt

  Hitið 2-3 msk af matarolíu á djúpri pönnu og steikið kjötið í 5 mín. Bætið fersku grænmeti út á pönnuna og steikið saman áfram í 5 mín. Hellið kókosmjólk út á pönnuna og látið krauma við suðumark í 10 mín.

  Basmati hrísgrjón

  Hitið 600 ml af vatni upp að suðu í hæfilega litlum potti.
  Þegar suðan er komin upp, setjið þá hrísgrjónapokann út í og látið sjóða við meðalhita í 10 mín.

  ATH gott er að salta vatnið með 1 tsk af grófu salti áður (má sleppa).

 • Austurlenskur nautapottréttur með fersku grænmeti og kartöflumús

  Pakkinn inniheldur

  • Marinerað innralæri í strimlum 380 g

   Íslenskt ungnautakjöt (80%), kryddlögur [repju- mangó- og pálmaolía, salt, oregano, paprika, pipar, krydd, vatnsrofin maísprótein, litarefni(E160)], vatn, salt, þráavarnarefni (E300,E331), bindiefni (E450, E451),
  • Ferskt grænmeti 300 g

   Gulrætur, blaðlaukur, sveppir.
  • Kartöflumús 400g

   Kartöflur (66%), NÝMJÓLK, sykur, SMJÖR, umbreytt kartöflusterkja, salt.
  • Kókosmjólk 160 ml

   Kókosmjólk (44%), vatn, bindiefni (E412), ýruefni (E435), þykkingarefni (E466).

  Næringagildi

  Næringargildi í 100 g:

  Orka 531 kJ - 127 kkal

  Fita 7,1 g

  þar af mettuð 4,4 g

  Kolvetni 9,1 g

  þar af sykurteg. 2,9 g

  Trefjar 1,3 g

  Prótein 6,6 g

  Salt 0,8 g

  Eldunarleiðbeiningar

  Pönnusteikt nautakjöt og grænmeti:

  Hitið 2 – 3 msk af matarolíu á djúpri pönnu og steikið kjötið í 5 mín.
  Bætið ferska grænmetinu út á pönnuna og steikið saman í aðrar 5 mín. Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og látið krauma við suðumark í 5 mín, með lokinu á.

  Ofnbökuð kartöflumús:

  Takið úr umbúðunum og setjið í eldfast mót. Bakið í ofni við 180°C í 15 mín á blæstri. Einnig má setja kartöflumúsina í skál og hita í örbylgjuofni í 2 – 4 mín.

 • Sterkur szechuan kjúklingur með fersku grænmeti og basmati hrísgrjónum

  Pakkinn inniheldur

  • Marineraðar kjúklingabringur 380g

   Sneiddar kjúklingabringur (75%), kryddlögur [SOJASÓSA (sykur, vatn salt, SOJABAUNIR, HVEITI, edik), vatn, hvítlaukur, engifer (3%), lime (3%), sólblómaolía, SINNEP, krydd, rotvarnarefni (E202), sýra (E270, E300, E330), bindiefni (E412, E415)].
  • Ferskt grænmeti 300g

   Gulrætur (Holland), blaðlaukur (Holland), paprika (Holland).
  • Szechuan sósa 150g

   Vatn, tómatpúrra, SOJABAUNAÞYKKNI [SOJABAUNIR, HVEITI, vatn, salt], repjuolía, engifer, sykur, laukur, salt, hrísgrjónavín, SOJASÓSA [SOJABAUNIR, HVEITI, vatn, salt], chili, edik, OSTRUSÓSA [OSTRUR, vatn, salt], maíssterkja, svartur pipar, mandarínubörkur, hvítur pipar, anís, bragðaukandi efni (E621), þráavarnarefni (E330), rotvarnarefni (E202, E211).
  • Basmati hrísgrjón 200g

  Næringagildi

  Næringargildi í 100g:

  Orka 621 kJ - 147 kkal

  Fita 3,1 g

  þar af mettuð 0,3 g

  Kolvetni 21 g

  þar af sykurteg. 3,8 g

  Trefjar 1,6 g

  Prótein 8,9 g

  Salt 1,4 g

  Eldunarleiðbeiningar

  Pönnusteiktur kjúklingur og grænmeti:

  Hitið 2-3 msk af matarolíu á djúpri pönnu og steikið kjötið í 5 mín.
  Bætið fersku grænmeti út á pönnuna og steikið áfram í 5 mín.
  Bætið szechuan sósunni út á pönnuna, lækkið hitann niður í vægan og eldið áfram í 10 mín. á pönnunni með lokinu á.

  Soðin basmati hrísgrjón:

  Hitið 600 ml af vatni upp að suðu í hæfilega litlum potti.
  Þegar suðan er komin upp, setjið þá hrísgrjónapokana út í og látið sjóða við meðalhita í 10 mín. Gott er að setja 1 tsk af grófu salti út í vatnið áður (má sleppa).

 • Kjúklingur í teriyaki sósu með fersku grænmeti og basmati hrísgrjónum

  Pakkinn inniheldur

  • Marineraðar kjúklingabringur 380g

   Sneiddar kjúklingabringur (75%), kryddlögur [SOJASÓSA (sykur, vatn salt, SOJABAUNIR, HVEITI, edik), vatn, hvítlaukur, engifer (3%), lime (3%), sólblómaolía, SINNEP, krydd, rotvarnarefni (E202), sýra (E270, E300, E330), bindiefni (E412, E415)].
  • Ferskt grænmeti 300g

   Gulrætur (Holland), blaðlaukur (Holland), paprika (Holland).
  • Teriyaki sósa 150 ml

   SOJASÓSA [SOJABAUNIR, HVEITI (GLÚTEN), vatn, salt], sykur, sýróp, vatn, engifersafi, eplasafi, hrísgrjónavín, maíssterkja, edik, SESAMOLÍA, hvítlaukur, laukur, sýra (E330), bindiefni (E415), rotvarnarefni (E202, E211).
  • Basmati hrísgrjón 200g

  Næringagildi

  Næringargildi í 100g:

  Orka 652 kJ - 154 kkal

  Fita 1,8 g

  þar af mettuð 0,3 g

  Kolvetni 25 g

  þar af sykurteg. 7,1 g

  Trefjar 1,5 g

  Prótein 9,0 g

  Salt 0,9 g

  Eldunarleiðbeiningar

  Pönnusteiktur kjúklingur og grænmeti:

  Hitið 2-3 msk af matarolíu á djúpri pönnu og steikið kjötið í 5 mín. Bætið fersku grænmeti út á pönnuna og steikið áfram í 5 mín. Bætið teriyaki sósunni út á pönnuna, lækkið hitann niður í vægan og eldið áfram í 10 mín. á pönnunni með lokinu á.

  Soðin basmati hrísgrjón:

  Hitið 600 ml af vatni upp að suðu í hæfilega litlum potti. Þegar suðan er komin upp, setjið þá hrísgrjónapokana út í og látið sjóða við meðalhita í 10 mín. Gott er að setja 1 tsk af grófu salti út í vatnið áður (má sleppa).

Allt niðurskorið

Engin matarsóun

Hver kassi inniheldur ferskt og hollt hráefni sem passar í máltíð fyrir tvo. Þegar fjórir eru í heimili
er auðvelt að stækka skammtinn með öðrum kassa. Nú, eða bjóða upp á tvær mismunandi uppskriftir fyrir mismunandi smekk. Allir njóta og ekkert fer til spillis.

2030.is Einfalt að elda